Skip to main content

Lokaráðstefna Hydrogen Mobility Europe verkefnisins fór fram í Rotterdam 10. maí síðastliðinn samhliða World Hydrogen Summit dagana 9.-11. maí.

F.v. Lionel Boillot, Mikael Sloth, Ulrik Torp Svendsen, Dirk Schaap.

Á ráðstefnunni komu saman 80 þátttakendur frá 52 fyrirtækjum og stofnunum, þar á meðal fulltrúar ESB, hagsmunaaðilar í vetnisiðnaði og aðrir sérfræðingar. Farið var yfir helstu niðurstöður og lærdóm H2ME verkefnanna tveggja sem styrkt eru af Clean Hydrogen Partnership og fjallað um kosti og galla nýtingar vetnistækni fyrir samgöngur og til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um alla Evrópu.

Sjá nánar á vefsíðu H2ME.